<$BlogRSDUrl$>

Hvergi smeikur

torsdag, oktober 26, 2006

BYG

tirsdag, januar 20, 2004

...tralala...

Hver kannast ekki við þá dásamlegu tilfinningu að vera langt fram á nótt að leggja seinustu hönd á og prenta ritgerð....alveg hreynt dásamleg tilfinning, blessunin verður svo send í skólann á morgun.

Heyrði í honum Disco dóra í kvöld og stefnan er sett á Bláfjöllin í fyrramálið, vonandi að það verði færi svo að maður geti sýnt honum hvernig á að standa snjóbrettið góða. Hef ekki farið sýðan ég fór með Dóra, Jóa og Tryggva bróður hennar Hjördísar upp á Snæfellsjökulinn um páskana í fyrra....sælar minningar....en veðurguðirnir léku ekki við okkur þá, enda komumst við ekki alla leið upp á topp vegna þoku, en enga að síðu góð ferð þrátt fyrir eitthvað heilsuleysi þarna....gaman af þessu....

tirsdag, januar 13, 2004

Engu til sparað

Skellti mér með honum föður mínum í World Class í morgun...og þvílík og önnur eins dýrð...alveg rosalega flott og greinilega ekkert verið að spara það. Fórum og tókum létt á því, má segja að þetta hafi verið fyrsta alvöru hreifing ársins, en ég er nú ekki vanur að leggja ferðir mínar inn í svona lyftingarsali, meira fyrir það að hlaupa eins og vitleysingur á eftir bolta í góðra vina hópi...já eða að fara í yoga...það er líka alltaf gott.

En það er sífellt verið að rembast við að skrifa ritgerð á þessum bænum, gengur hægt verð ég að viðurkenna, en er kominn í góðan gír núna. Svo er maður náttúrulega í skóla á kvöldin, alltaf verið að smíða...djöfull vona ég að ég nái þessu prófi...enda er maður að leggja góðan pening í þetta......

torsdag, januar 08, 2004

Ánægður með suma

Já það er ekki laust við að maður sé sáttur við vin vor hann Gumma Joh, og aldeilis ekki af ástæðulausu þar sem að strákurinn er búinn að næla sér í flug til Köben í mars, verður frá 24. til 29. á Hótel Vigdísi, og það sem meira er að við erum að fara á tónleika með stórbandinu Belle and Sebastian, en þau spila í Vega þann 25. mars. Vigdís skellti sér á netið áðan og festi kaup á þrjá miða handa okkur þannig að þetta er að fara að gerast.

Og svo er að sjá hvað hann Valur nokkur Gunnarsson gerir, en hann er orðinn verulega heitur fyrir ferðalaginu hans Gumma...Valur nú barasta er komin pressa á þig...ekkert annað að gera en að skella sér...það er líka gott hótel þetta Hótel Vigdís :)

Þetta verður mikil snilld og hlakkar okkur ótrúlega mikið til...og svo er að sjá hvort að fleirri fylgi í kjölfarið...en ég vil hvetja alla að hlusta á nýjasta disk þeirra Dear Catastrophe Waitress,gríðarlega hress og skemmtilegur diskur sem ég var svo heppinn að fá í jólgjöf frá henni Heiðu...þannig endilega kíktu í kaffi ; )

onsdag, januar 07, 2004

Hvað er að frétta ?

Jæja þá er maður mættur aftur fyrir framan tölvuna eftir þónokkuð gott hlé, varla búinn að fara inn á netið yfir hátíðirnar, en fyrir ykkur sem ég hef ekki hitt eða heyrt í: gleðilegt ár og takk fyrir það gamla : )

Hátíðirnar eru búnar að vera ein alsherjar afslöppun, bara að gera hreinlega ekki neitt annað en að vera með fjölskyldu og vinum, alveg eins og það á að vera.

Vigdís skellti sér aftur út þann 2. janúar til þess að halda áfram að skólast, verður semsagt ein á Sólbakkanum í janúar, eða til 29. janúar þegar að ég sný þangað aftur. Ég er byrjaður á námsskeiðinu fyrir sveinsprófið. Það er haldið úti í F.B. og mér finnst bara eins og ég fari aftur til haustsins 1996 þegar ég byrjaði í trésmíðadeildinni. Í byrjun námsskeiðs fengum við möppu með allskonar verkefnum sem verður farið yfir, m.a. geirnegling, gluggasamsetningar, valmaþak og snúinn stigi, svona verkefni sem að allir þekkja ;) .....en það fyndna er að þetta er sama mappan og ég fékk þegar að ég byrjaði hérna um haustið, sömu verkefnin og sömu kennararnir...mjög heimilislegt og eru þessi tvö kvöld sem búin eru af námskeiðinu búin að vera alveg þrælskemmtileg. Ég verð semsagt í þessu öll virk kvöld og á laugardögum frá 9-17. Sjálft prófið er svo 23- 25 janúar og þá er að sjá hvernig strákurinn stendur sig !!!

Svo er það ritgerðarsmíðarnar, er að fara á fullt í að skrifa ritgerð um starfsnámið mitt á seinustu önn í skólanum, alltaf gaman að skrifa ritgerðir !!!!!

onsdag, december 24, 2003

Kominn heim, mættur fyrir framan tölvuna í Vesturberginu...rosalega er nú ljúft að koma á æskuslóðirnar, og ekki er verra þegar að tekið er svona vel á móti manni....takk fyrir allir : )

Eitt af því sem mig dreymir um þegar ég er í Köben eru heitir pottar....mig dreymir um að komast í heita pottinn í Breiðholtslauginni...fyrir mér er ekkert betra, þannig að núna er ég á leiðinni í laugina, ætla að taka JR Húsið með mér til að segja mér allar kjaftasögurnar...en eftir að maður er búinn að sjóða sig mega jólin koma.....já jólin eru að skella á, hafið það gott um jólin.....

...Gleðileg jól...

mandag, december 22, 2003

Þetta er að skella á

Maður getur núna farið að hlakka til jólanna. Kláraði vinnuna í dag sem var ekkert smá ljúft, þannig að núna er maður bara á fullu að pakka niður, nýkominn úr klippingu frá Rakel, þannig að nú er maður klár í slaginn...flug á morgun kl 12.05....vona bara að hann komi ekki með snjóstorminn sem að hann er búinn að vera að hóta. Hvernig væri að fá væna gommu af snjó í janúar í staðin þannig að það verði nú opið í Bláfjöllum fyrir brettafólk og annað ágætis fólk....það væri snilld....

Um helgina skelltum við Vigdís á Með Fullri Reisn okkar dana, sem var alveg þrusu flott sýning, og er óhætt að segja að bæði F.B, Tjarnarbíó og Borgarleikhúsið hafi verið toppað, einfaldlega vegna lokaatriðins fræga þar sem að seinustu spjarirnar eru látnar fjúka. Hérna erum við að tala um að það var ekki neinir kastarar eða sprengjur sem áttu að blinda fólk þegar að G-strengurinn var látinn fjúka, nei ekkert svoleiðis og stóðu félagarnir bara þarna uppi á sviði með sprellann út í loftið...og í dágóðan tíma þannig að maður hafði góðan tíma til að virða þá fyrir sér....nei segi svona....allavegana góð sýning í alla staði og þrusugóð skemmtun.

Vinir og félagar, sé ykkur á Íslandinu góða ; )

This page is powered by Blogger. Isn't yours?